Erlent

Juncker hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri

atli ísleifsson skrifar
Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. Vísir/afp
Lúxemborgarinn Jean-Claude Juncker hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri þegar skipunartími hans sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins rennur út árið 2019.

„Þetta var fín kosningabarátta,“ sagði Juncker í viðtali við Deutschlandfunk radio í dag þar sem hann ræddi árið þegar hann tók við stöðunni. Aftonbladet segir frá þessu.

„En það verður ekki önnur [kosningabarátta], þar sem ég mun ekki bjóða mig fram að nýju,“ sagði Juncker.

Juncker tók við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þann 1. nóvember 2014 af Portúgalanum José Manuel Barroso. Hann hafði áður gegnt embætti forsætisráðherra Lúxemborgar á árunum 1995 til 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×