Innlent

Mikill fjöldi fylgdist með björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni bjarga forsetanum úr Reykjavíkurhöfn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar fengu það einstaka verkefni í dag að bjarga Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands úr ísköldum sjónum í Reykjavíkurhöfn.
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar fengu það einstaka verkefni í dag að bjarga Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands úr ísköldum sjónum í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar, ásamt Landhelgisgæslunni, fengu það einstaka verkefni í dag að bjarga Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands úr ísköldum sjónum í Reykjavíkurhöfn. Var þetta liður í dagskrá 112-dagsins sem haldinn er víða um land í dag.

Mikill mannfjöldi var kominn saman til að fylgjast með þar sem forsetinn var hífður upp í þyrlu. Forsetinn var ögn smeykur áður en hann stökk í sjóinn en var þó fullkomlega viss um að geta treyst þeim aðilum sem voru þarna að verki.

Er þetta einsdæmi að forseti hafi tekið þátt í svona verkefni á vegum björgunarsveitanna og Landhelgisgæslunnar. Áður hafa forseta farið í þyrlur Landhelgisgæslunnar en enginn áður gengið svo langt að láta hífa sig úr sjónum.

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mikill fjöldi fylgdist með forsetanum stökkva í ReykjavíkurhöfnVísir/Jóhann K. Jóhannsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×