Erlent

Notaði myndir frá Finnlandi og Slóvakíu til að auglýsa Litháen

Sunna Karen SIgurþórsdóttir skrifar
Vilníus er afskaplega falleg borg.
Vilníus er afskaplega falleg borg. vísir/getty
Ferðamálaráðherra Litháens hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst að hann hefði notað myndir frá Finnlandi og Slóvakíu í umfangsmikilli auglýsingaherferð til þess að auglýsa land og þjóð. Yfirskrift myndanna var „Real is Beautiful“ eða „Ekta er fallegt“.

Ráðist var í auglýsingaherferðina í október í fyrra með það að markmiði að laða fleiri ferðamenn til landsins. Landsmenn áttuðu sig fljótt á því að sumar myndirnar voru alls ekki frá Litháen og gerðu allsherjar grín að ráðherranum, Jurgitu Kazlauskiene, sem nú hefur sagt af sér.

Forsætisráðherra landsins, Saulius Skvernelis. segir að málið verði rannsakað. Hann gerði þó sjálfur grín að glappaskoti ráðherrans í gær þegar hann tilkynnti á Facebook-síðu sinni að ríkisstjórnin hafi fært sig um set, í nýja stjórnarráðsbyggingu í úthverfi Vilníus, og birti með færslunni mynd af höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan, en landsmenn hafa verið duglegir að nota myllumerkið #realisbeautiful undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×