Erlent

Norðmenn framlengja landamæraeftirlit

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/ap
Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að framlengja eftirlit með landamærum sínum um þrjá mánuði, eða til 11. maí næstkomandi. Ákvörðunin er tekin eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf grænt ljós á áframhaldandi eftirlit.  

Dómsmálaráðherra Noregs, Per-Willy Amundsen, segir að óeðlilegt hefði verið að halda landamæraeftirliti ekki áfram, líkt og staðan sé nú. Frekari ákvarðanir verði teknar að þremur mánuðum liðnum. Hann segir að þrátt fyrir að dregið hafi úr flæði flóttafólks til landsins þá sé enn þörf á sérstökum ráðstöfunum.

Evrópusambandið gaf fimm ríkjum heimild til þess að framlengja eftirlit í vikunni, en tók fram að hert eftirlit eigi alltaf að vera síðasta úrræði hverrar þjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×