Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira