Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

ritstjórn skrifar
Það kennir ýmissa grasa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar verður meðal annars fjallað um áhrif verkfalls sjómanna en fiskverkafólk hefur orðið af átta hundruð milljónum króna í aðgerðunum. Útflutningur á þorski hefur minnkað um helming.

Þá verður rætt við pólska ráðgjafa sem staddir eru hér á landi til að hjálpa pólskum útigangsmönnum við að komast aftur heim til Póllands. Við tökum síðan stöðuna á konum í iðnnámi en aðeins ein kona er að læra pípulagningar um þessar mundir. Sláandi fáar konur eru í iðnnámi.

Straumhvörf hafa orðið í rekstri Landsbankans. Hagnaður og arðsemi bankans dregst saman milli ára. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og um hárgreiðslustofu í miðbænum sem lét allar tekjur sínar renna til Landsbjargar í dag til að sýna sjálfboðaliðum þakkklæti.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×