Enski boltinn

Telegraph: Bestu og verstu markverðir Liverpool undanfarin 25 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992 hefur Liverpool notað 22 markverði.

Þeir eru misgóðir eins og gengur og gerist. Afrek Charles Itjande, Alexander Doni og Adam Bogdan bergmála ekki beint í elífðinni en aðrir markverðir skildu eftir sig djúp spor á Anfield.

Í dag birtist grein á vefsíðu the Telegraph þar sem þessum 22 markvörðum er raðað frá þeim versta til hins besta.

Það kemur kannski fáum á óvart að Spánverjinn Pepe Reina er talinn besti markvörður Liverpool síðustu 25 ár.

Hetjan í Istanbúl, Jerzy Dudek, er í 2. sæti en hann lék með Liverpool á árunum 2001-07. Í 3. sætinu er svo Íslandsvinurinn David James.

Markverðir Liverpool í dag eru nokkuð ofarlega á listanum. Simon Mignolet er í 6. sæti og Loris Karius í því áttunda.

Grein the Telegraph má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×