Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 16:15 Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi. Vísir/AFP Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira