Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 16:15 Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi. Vísir/AFP Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira