Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2017 16:15 Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi. Vísir/AFP Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rúmlega þúsund arabískar konur sem taka þátt í bardögum gegn ógnvænlegustu vígamönnum heimsins, þurfa einnig að eiga við fordóma fjölskyldna og samfélagsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa gengið til liðs við Syrian Democratic Forces (SDF), bandalag Kúrda og Araba í norðurhluta Sýrlands sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu frá 2015, með stuðningi Bandaríkjanna. Blaðamenn AFP ræddu við nokkrar konur sem hafa gengið til liðs við kvennasveitir SDF, en þær kallast YPJ. Þær segja fjölskyldur sínar hafa slitið öllum tengslum við þær vegna þess að þær bera vopn og berjast gegn ISIS-liðum.Sjá einnig: „Þeir óttast raddir okkar“ Hin 21 árs gamla Batul segir fjölskyldu sína líta sig sem uppreisnarmann, en hún hætti að ganga um með slæðu um höfuðið og neitað að biðja fyrir framan föður sinn. „Ég gekk liðs við YPJ til að frelsa heimaland mitt og líka til að frelsa konur úr ánauð,“ segir Batul. Hún segist stolt af ákvörðun sinni. „Við getum ekki lengur verið einangraðar innan fjögurra veggja.“Jákvæð áhrif YPJHevi Dilirin slær á svipaða strengi og segir markmið sitt ekki einungis vera að vera að frelsa konur úr ánauð ISIS. Heldur vilji hún einnig frelsa konur undan ánauð samfélagsins. „Rödd kvenna fæst ekki að heyrast í okkar samfélagi, en þær eiga að hafa sömu réttindi og menn.“ Jihan Sheikh Ahmad, ein af talskonum SDF, segir YPJ-sveitirnar þegar hafa haft jákvæð áhrif á samfélagið. Hún segir sífellt fleiri arabískar konur ganga til liðs við samtökin þegar þau frelsa þorp og héröð undan oki ISIS. Sýrlenskir Kúrdar hafa haldið jafnrétti kynjanna á lofti innan herafla síns og þeim sjálfstæðu stofnunum sem hafa verið stofnaðar. Frá því að átökin hófust í Sýrlandi árið 2011 hafa þeir hvorki gengið til liðs við uppreisnarhópa eða stjórnarherinn og hafa þess í stað einbeitt sér að því að mynda eigið sjálfstjórnarsvæði og að berjast gegn Íslamska ríkinu. Ættbálkar Araba á svæðinu þykja þó mjög íhaldssamir og þykir þeim óeðlilegt að konur taki upp vopn. SDF sækir nú að Raqqa höfuðvígi ISIS í Sýrlandi og vinna samtökin nú að því að loka birgðaleiðum til og frá borgarinnar. Konur taka þátt í baráttunni um borgina.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira