Rýnir í íslensk örnefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 09:15 Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira