Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrir höndum baráttu um að komast á lokahringinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðini í golfi, sem nú stendur yfir í Ástralíu.
Hún lék á pari vallarins í nótt og er á samtals tveimur undir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 35.-45. sæti.
Sjá einnig: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn
Fram kemur á golf.is að aðeins efstu 35 kylfingarnir eftir þrjá keppnisdaga fá að spila á lokahringnum aðfaranótt sunnudags. Það er engu að síður ljóst að Valdís Þóra er örugg með verðlaunafé og stig á mótaröðinni.
„Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt oafní á öðrum hringnum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við golf.is.
„Ég var í fínum færum og hitti sautján flatir í tilætluðum höggafjölda,“ segir Valdís Þóra sem bætir við að hún hafi verið með 35 pútt sem hafi verið of mikið.
„Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum.“
Valdís Þóra hefur leik á þriðja keppnishring klukkan 20:40 í kvöld, að íslenskum tíma.
Aðeins 35 komast á lokahringinn í Ástralíu
