Erlent

Franskur lögreglumaður skaut óvart úr riffli sínum í miðri ræðu Hollande

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Hollande gerði hlé á ræðu sinni eftir að lögreglumaðurinn hleypti af riffli sínum.
Francois Hollande gerði hlé á ræðu sinni eftir að lögreglumaðurinn hleypti af riffli sínum. Vísir/AFP
Liðsmaður í sérsveit frönsku lögreglunnar særði tvo þegar hann skaut fyrir mistök úr riffli sínum þar sem Francois Hollande Frakklandsforseti hélt ræðu þegar verið var að vígja nýja hraðlestarlínu í vesturhluta landsins nú síðdegis.

Atvikið átti sér stað í smábænum Villognon, en verið var að opna nýja hraðlestarlínu milli höfuðborgarinnar Parísar og Bordeaux á vesturströnd landsins.

Hollande gerði hlé á ræðu sinni eftir að lögreglumaðurinn hleypti af riffli sínum, en hann var staddur á þaki nálægrar byggingar.

Franskir fjölmiðlar segja lögreglumanninn hafa hrasað og óvart skotið úr rifflinum þegar hann var að skipta um stellingu þar sem hann fylgdist með mannfjöldanum.

Hollande sagðist svo vona að þetta hafi ekki verið neitt alvarlegt áður en hann hélt ræðunni áfram.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×