Það gengur hvorki né rekur hjá Ólafi Kristjánssyni og lærisveinum hans í danska úrvalsdeildarliðinu Randers.
Í kvöld tapaði Randers 0-2 fyrir Midtjylland á heimavelli og liðið hefur því tapað sex leikjum í röð.
Hannes Þór Halldórsson var á sínum stað í marki Randers sem lenti undir á 33. mínútu. Paul Onuachu gulltryggði svo sigur Midtjylland þegar hann skoraði annað mark liðsins á lokamínútu leiksins.
Þrátt fyrir sex töp í röð er Randers enn í 5. sæti deildarinnar. Liðin í kringum Randers eiga þó öll leik til góða á Ólaf, Hannes og félaga.
Sex töp í röð hjá Randers
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
