Fóstureyðingar verði þungunarrof Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira