Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning. Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning.
Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira