Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Hæstiréttur ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða. Var dómurinn ómerktur vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Aðalmeðferð málsins þarf því að fara fram á ný í héraðsdómi. Lögmönnum sem Fréttablaðið ræddi við bar saman um að lögmannakostnaður vegna þess gæti hlaupið á tugum milljóna króna. „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn sakborninga í Marple-málinu, tekur í sama streng. „Það segir sig sjálft að það verður talsverður kostnaður við að fara í gegnum þetta allt aftur,“ segir hún. Verjendur í málinu áfrýjuðu dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan, meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæis sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Ásgeir Brynjar vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Kristín segist fagna niðurstöðu Hæstaréttar. „En að sama skapi er Hæstiréttur að staðfesta að það hafi verið brotið á rétti umbjóðanda míns til réttlátrar málsmeðferðar sem er vernduð bæði af stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Auðvitað er þetta áfellisdómur yfir héraðsdómi en á móti kemur að þarna stígur Hæstiréttur fast niður og er afdráttarlaus um að meðdómandi í þessu tilviki hafi verið vanhæfur. Ég held að niðurstaða Hæstaréttar ætti frekar að auka trú á dómskerfinu heldur en hitt,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hæstiréttur ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða. Var dómurinn ómerktur vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Aðalmeðferð málsins þarf því að fara fram á ný í héraðsdómi. Lögmönnum sem Fréttablaðið ræddi við bar saman um að lögmannakostnaður vegna þess gæti hlaupið á tugum milljóna króna. „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn sakborninga í Marple-málinu, tekur í sama streng. „Það segir sig sjálft að það verður talsverður kostnaður við að fara í gegnum þetta allt aftur,“ segir hún. Verjendur í málinu áfrýjuðu dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan, meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæis sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Ásgeir Brynjar vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Kristín segist fagna niðurstöðu Hæstaréttar. „En að sama skapi er Hæstiréttur að staðfesta að það hafi verið brotið á rétti umbjóðanda míns til réttlátrar málsmeðferðar sem er vernduð bæði af stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Auðvitað er þetta áfellisdómur yfir héraðsdómi en á móti kemur að þarna stígur Hæstiréttur fast niður og er afdráttarlaus um að meðdómandi í þessu tilviki hafi verið vanhæfur. Ég held að niðurstaða Hæstaréttar ætti frekar að auka trú á dómskerfinu heldur en hitt,“ segir Kristín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00
Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27