Innlent

Fyrsti fjöldaframleiddi íslenski bíllinn kynntur

Grind og undirvagn ofurjeppans voru afhjúpuð í Háskóla Íslands í dag.
Grind og undirvagn ofurjeppans voru afhjúpuð í Háskóla Íslands í dag. Friðrik H
Fyrsti fjöldaframleiddi bílinn sem smíðaður er á Íslandi var kynntur í Háskóla Íslands í dag. Bíllinn sem er úr áli verður tilbúinn undir lok ársins en hann verður seldur ferðaþjónustufyrirtækjum, björgunarsveitum og auðmönnum.

Í ágúst hófst smíði ofurjeppans sem hefur verið í þróun undanfarin ár. Árið 2014 var gengið frá sölu fyrstu eintakanna sem verða langt frá því hefðbundin. Bílinn á ennþá nokkuð langt í land en grindin og undirvagninn voru afhjúpuð í Háskóla Íslands í dag. Ofurjepparnir verða fyrstu farþegabílar heims sem gerðir eru frá grunni fyrir 46-54” dekk. Þeir verða ýmist 4, 6 eða 8 dyra, fyrir allt að 18 manns. Að auki verður ofurjeppinn með 240 eða 420 hestafla vél.

„Við ætlum fyrir hönd Íslendinga að bjóða bestu torfærujeppa í heimi sem eru jafnframt götufærir.“ Segir Ari Arnórsson, verkefnastjóri Ísar.

Ari segir Ísland samkeppnishæft á sérhæfðum markaði eins og fyrir þessa tilteknu ofurjeppa en ekki gengi að hefja bílasmíði á hefðbundnum fólksbílum.

„Við erum að fara í samkeppni á markaði sem enn sem komið er, enginn er á.“ Segir Ari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×