Vilja lækka kosningaaldur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 14:43 Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Vísir/Valgarður Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Samkvæmt því yrði kosningaaldur til sveitarstjórna lækkaður svo að allir sem náð hafa 16 ára aldri geti kosið. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu nærri níu þúsund manns bætast í hóp þeirra sem geta kosið í kosningum til sveitastjórna. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að það sé lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. „Dræm og dvínandi þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjafarþinga og sveitarstjórna er víða staðreynd og veldur áhyggjum af framtíð lýðræðis. Þykja líkur til þess að fólk geti orðið afhuga stjórnmálaþátttöku og snúist af braut lýðræðislegrar stefnumótunar og ákvarðanatöku, þar sem málum er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosningum, ef ekki gefst kostur á þátttöku jafnskjótt og vitund einstaklingsins um áhrifamátt sinn og ábyrgð á eigin velferð og samfélagsins hefur vaknað. Að sjálfsögðu eiga hér einnig við hin almennu sjónarmið um lýðræðislega framkvæmd, þ.e. að mikil og víðtæk þátttaka í kosningum gefi traustasta vitneskju um vilja borgaranna og því mikilvægt að sem allra flestir njóti atkvæðisréttar,“ segir í greinargerðinni. Frumvarp um lækkun kosningaaldur hefur verið lagt fram fjórum sinnum áður en hefur aldrei náð fram að ganga. Þau hafa öll miðað að því að lækka kosningaaldur almennt úr 18 í 16 ár. Það krefst þess að gerðar séu breytingar á 33. grein stjórnarskrár Íslands. Frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram krefst hins vegar aðeins einfaldrar lagabreytingar. Kosningaaldri var síðast breytt á Íslandi árið 1984 þegar hann lækkaði úr 20 árum í 18 ár. Það gerðist í samvinnu allra flokka á þingi, enda í takt við þróun sem fór af stað nokkru fyrr í mörgum nágrannalöndum Íslands. Fimmtán þingmenn allra flokka nema framsóknarflokks tala fyrir frumvarpinu. Flutningsmenn þess eru Katrín Jakobsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Logi Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Pawel Bartoszek, Nichole Leigh Mosty, Smári McCarthy, Vilhjálmur Árnason, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Björn Leví Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Viktor Orri Valgarðsson. Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Samkvæmt því yrði kosningaaldur til sveitarstjórna lækkaður svo að allir sem náð hafa 16 ára aldri geti kosið. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu nærri níu þúsund manns bætast í hóp þeirra sem geta kosið í kosningum til sveitastjórna. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að það sé lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. „Dræm og dvínandi þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjafarþinga og sveitarstjórna er víða staðreynd og veldur áhyggjum af framtíð lýðræðis. Þykja líkur til þess að fólk geti orðið afhuga stjórnmálaþátttöku og snúist af braut lýðræðislegrar stefnumótunar og ákvarðanatöku, þar sem málum er ráðið til lykta með umræðu og síðan kosningum, ef ekki gefst kostur á þátttöku jafnskjótt og vitund einstaklingsins um áhrifamátt sinn og ábyrgð á eigin velferð og samfélagsins hefur vaknað. Að sjálfsögðu eiga hér einnig við hin almennu sjónarmið um lýðræðislega framkvæmd, þ.e. að mikil og víðtæk þátttaka í kosningum gefi traustasta vitneskju um vilja borgaranna og því mikilvægt að sem allra flestir njóti atkvæðisréttar,“ segir í greinargerðinni. Frumvarp um lækkun kosningaaldur hefur verið lagt fram fjórum sinnum áður en hefur aldrei náð fram að ganga. Þau hafa öll miðað að því að lækka kosningaaldur almennt úr 18 í 16 ár. Það krefst þess að gerðar séu breytingar á 33. grein stjórnarskrár Íslands. Frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram krefst hins vegar aðeins einfaldrar lagabreytingar. Kosningaaldri var síðast breytt á Íslandi árið 1984 þegar hann lækkaði úr 20 árum í 18 ár. Það gerðist í samvinnu allra flokka á þingi, enda í takt við þróun sem fór af stað nokkru fyrr í mörgum nágrannalöndum Íslands. Fimmtán þingmenn allra flokka nema framsóknarflokks tala fyrir frumvarpinu. Flutningsmenn þess eru Katrín Jakobsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Andrés Ingi Jónsson, Logi Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Pawel Bartoszek, Nichole Leigh Mosty, Smári McCarthy, Vilhjálmur Árnason, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Björn Leví Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Viktor Orri Valgarðsson.
Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira