Venesúla mótmælir harðlega meðferð Frakka á „versta skíðamanni heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 14:06 Adrian Solano. Vísir/Getty Skíðagöngumaðurinn Adrian Solano frá Venesúela hefur bauð upp á spaugilega frammistöðu á HM í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi í gær eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag. Adrian Solano var næstum því dottinn í ræsingunni og datt svo hvað eftir annað á brautinni. Hann fékk í kjölfarið titilinn „versti skíðamaður heims“ á veraldarvefnum. Adrian Solano ætlar að prófa snjó í fyrsta skipti í mánaðaræfingabúðum í Svíþjóð fyrir heimsmeistaramótið en komst aldrei á áfangastað.Sjá einnig:Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Þegar Solano lenti í París þá var hann sendur til baka til Venesúela. Ástæðan var að Frakkarnir trúðu því hreinlega ekki að hann væri skíðamaður og héldu þess í stað að hann væri að reyna að lauma sér í „góða lífið“ í Skandinavíu. Fólkið í vegabréfaeftirlitinu í París efuðustu um að Solano væri skíðamaður og spurðu hann meðal annars hvort að þær væri yfir höfuð snjór í Venesúela. Adrian Solano þurfti að fljúga til baka til Venesúela og þurfti í framhaldinu að safna fyrir annarri ferð til Evrópu. Hann missti af mánaðar æfingabúðum sem hefðu nú heldur betur hjálpað honum í þessari skrautlegu ferð hans um göngubrautina í Lahti. Honum tókst að koma sér til Finnlands en fékk þar að kynnast snjó í fyrsta sinn með sprenghlægilegum afleiðingum. Hingað til hafði hann aðeins æft sig á hjólaskíðum. Delcy Rodriguez, utanríkisráðherra Venesúela, brást við á Twitter þegar hann frétti af vandræðum Adrian Solano og sagði að ríkisstjórn Venesúela myndi senda Frökkum hörð mótmæli vegna meðferðarinnar á skíðamanni sínum. „Svona móðgun gagnvart Venesúelamönnum er algjörlega óásættanleg“ skrifaði Delcy Rodriguez meðal annars inn á Twitter. BBC sagði frá. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Adrian Solano frá Venesúela hefur bauð upp á spaugilega frammistöðu á HM í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi í gær eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag. Adrian Solano var næstum því dottinn í ræsingunni og datt svo hvað eftir annað á brautinni. Hann fékk í kjölfarið titilinn „versti skíðamaður heims“ á veraldarvefnum. Adrian Solano ætlar að prófa snjó í fyrsta skipti í mánaðaræfingabúðum í Svíþjóð fyrir heimsmeistaramótið en komst aldrei á áfangastað.Sjá einnig:Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Þegar Solano lenti í París þá var hann sendur til baka til Venesúela. Ástæðan var að Frakkarnir trúðu því hreinlega ekki að hann væri skíðamaður og héldu þess í stað að hann væri að reyna að lauma sér í „góða lífið“ í Skandinavíu. Fólkið í vegabréfaeftirlitinu í París efuðustu um að Solano væri skíðamaður og spurðu hann meðal annars hvort að þær væri yfir höfuð snjór í Venesúela. Adrian Solano þurfti að fljúga til baka til Venesúela og þurfti í framhaldinu að safna fyrir annarri ferð til Evrópu. Hann missti af mánaðar æfingabúðum sem hefðu nú heldur betur hjálpað honum í þessari skrautlegu ferð hans um göngubrautina í Lahti. Honum tókst að koma sér til Finnlands en fékk þar að kynnast snjó í fyrsta sinn með sprenghlægilegum afleiðingum. Hingað til hafði hann aðeins æft sig á hjólaskíðum. Delcy Rodriguez, utanríkisráðherra Venesúela, brást við á Twitter þegar hann frétti af vandræðum Adrian Solano og sagði að ríkisstjórn Venesúela myndi senda Frökkum hörð mótmæli vegna meðferðarinnar á skíðamanni sínum. „Svona móðgun gagnvart Venesúelamönnum er algjörlega óásættanleg“ skrifaði Delcy Rodriguez meðal annars inn á Twitter. BBC sagði frá.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira