Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 15:00 Þeir Hreiðar Már, Magnús og Skúli voru dæmdir í málinu í héraði en sá dómur hefur nú verið ómerktur. vísir/gva Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17
Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48
Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00