Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 15:00 Þeir Hreiðar Már, Magnús og Skúli voru dæmdir í málinu í héraði en sá dómur hefur nú verið ómerktur. vísir/gva Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þetta þýðir að aðalmeðferð málsins þarf nú að fara fram á ný í héraðsdómi. Verjendur í málinu töldu Ásgeir Brynjar vanhæfan meðal annars vegna setu hans í stjórn félagsins Gagnsæi sem berst gegn spillingu, vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna ýmissa deilinga á samfélagsmiðlinum Facebook. Er þetta í annað sinn sem dómur í svokölluðum hrunmálum er ómerktur vegna vanhæfis dómara en árið 2015 var dómur héraðsdóms í Aurum-málinu ómerktur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómara.Ágúst Brynjar Torfason.Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í héraði Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, sem ákæruvaldið heldur fram að hafi átt félagið Marple Holding en hann hefur mótmælt við meðferð málsins, voru allir dæmdir til refsingar í héraði en Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð. Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Var Skúli sýknaður af þessu í héraði en dæmdur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Hann var sýknaður af þeim ákærulið. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48 Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17
Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar "Ég og mín fjölskylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, sonar míns, sem hann dæmdi í tveimur sakamálum,“ segir Guðmundur Guðbjarnason. 18. desember 2015 11:48
Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Dómur féll í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9. október 2015 11:00