Innlent

Telja litlar kröfur gerðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rútur með lyftum fyrir hreyfihamlaða er hægt að telja á fingrum annarar handar.
Rútur með lyftum fyrir hreyfihamlaða er hægt að telja á fingrum annarar handar. vísir/vilhelm
Litlar kröfur eru gerðar til farþegaflutningafyrirtækja um að tryggja réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra farþega í frumvarpi að nýjum lögum um farþega- og farmflutninga. MND-félagið og Sjálfsbjörg hafa gert athugasemdir við fyrirhugað fyrirkomulag.

Í frumvarpinu er að finna ákvæði þess efni að í reglubundnum farþegaflutningum sé óheimilt að synja fötluðum eða hreyfihömluðum farþega um bókun, farmiða eða inngöngu í hópbifreið eigi hann gildan farmiða. Víðtæka undanþágu er hins vegar að finna frá ákvæðinu í lögunum.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.MYND/HÖSKI
„Mér sýnist á öllu að ákvæðið verði til þess að það sé ekki mikill þrýstingur á að aðilar með hópferðaleyfi séu með lyftur fyrir hreyfihamlaða í sínum rútubílum. Þetta gæti orðið til þess að gefa mönnum enn meiri slaka á að fá almennilega búna bíla. Mér líst illa á það,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

Að sögn Bergs er hægt að telja hópferðabíla búna lyftu fyrir hreyfihamlaða á fingrum annarrar handar. Fá fyrirtæki hafi séð sér hag í því að bjóða upp á slíka bíla.

„Það ætti að gera öllum kleift að nota áætlunarferðir út á land.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×