Erlent

Svíar fá aðvörun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
ESB segir ástandið í Svíþjóð geta haft áhrif í öðrum norrænum ríkjum.
NORDICPHOTOS/AFP
ESB segir ástandið í Svíþjóð geta haft áhrif í öðrum norrænum ríkjum. NORDICPHOTOS/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, varar við miklum skuldum einstaklinga í Svíþjóð, einkum í formi húsnæðislána.

Í skýrslu ESB um efnahagsástandið í aðildarríkjunum er jafnframt bent á að ástæða sé til að hafa áhyggjur af hækkandi húsnæðisverði í Svíþjóð.

Efnahagsástandið í Svíþjóð geti haft neikvæð áhrif í öðrum norrænum ríkjum. Í skýrslunni eru engar kröfur gerðar til aðildarríkja ESB, að því er segir í frétt Sænska dagblaðsins.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×