„Við viljum finna aðra Jörð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:30 „Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
„Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00