Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 10:45 María Rún Bjarnadóttir segir þá nálgun að stafrænt kynferðisofbeld sé konum að kenna eigi rætur að rekja í kynslóðamun og þekkingarleysi. Vísir Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að dreifa kynferðislegum myndböndum af barnsmóður sinni á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. RÚV greindi frá málinu á þriðjudagskvöld en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Málið vakti töluverða athygli í ársbyrjun 2015 þegar brotaþoli í málinu steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar þess að nálgunarbann á hendur manninum var fellt úr gildi í Hæstarétti. Maðurinn er sakaður um að hafa sent myndböndin og nektarmyndir til vinnufélaga konunnar. Var það mat Hæstaréttar að nálgunarbann kæmi ekki sjálfkrafa í veg fyrir að maðurinn sendi nektarmyndir á þriðja aðila. Konan kærði manninn sömuleiðis fyrir líkamsárás en dómnum þótti of langt liðið frá henni til að hún réttlætti nálgunarbann. Konan, Juliane Ferguson, sagði í janúar fyrir tveimur árum að hún óttaðist skilaboðin sem Hæstiréttur væri að senda til annarra kvenna í sömu stöðu með því að fella úr gildi nálgunarbannið. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ sagði hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“Frétt Stöðvar 2 frá því í janúar 2015 má sjá hér að neðan.Birti nektarmyndir á Facebook Slík dreifing kynferðislegs efnis í óþökk þess sem á því birtist hefur verið kallað hefndarklám, hrelliklám eða stafrænt kynferðisofbeldi. Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í slíkum málum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Í mars árið 2015 var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Var maðurinn ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot samkvæmt 209. grein almennra hegningarlaga um kynferðisbrot og hins vegar fyrir ærumeiðingu samkvæmt 233.grein b um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs fyrrverandi maka. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár.Í júní síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjaness karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dreift nektarmynd af fjórtán ára gamalli stúlku og fyrir að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana á Skype og falast eftir því að hitta hana í kynferðislegum tilgangi. Brotin áttu sér stað árið 2014 en maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann var ekki með verjanda en fram kom í máli hans að hann iðraðist mjög gjörða sinna og féllst hann á að greiða einkaréttarkröfu í málinu að fullu sem hljóðaði upp á eina milljón króna.Mál Júlíu Birgisdóttur vakti mikla athygli.SkjáskotÍ september síðastliðnum var Erlendur Eysteinsson dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni, meðal annars fyrir að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum til óviðkomandi aðila. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Júlía Birgisdóttir sagði frá sinni reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi þann 15. desember 2015. Hún varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún kærði málið til lögreglu og höfðaði einkarefsimál gegn manninum, þar sem hún treysti því ekki að lögregla gæfi út ákæru í málinu. Þann 21. desember 2015 var máli Júlíu vísað frá í héraðsdómi á grundvalli banns við tvöfaldri málsmeðferð. Júlía skrifaði færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hún lýsti reynslu sinni og þakkaði meðal annars Óttari Guðmundssyni geðlækni fyrir að vekja athygli á málaflokkinum. Ummæli Óttars í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 á þriðjudag hafa vakið mikið umtal. Þar sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér og engum öðrum um kennt ef nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu. „Hins vegar eigum við langt í land því of margir taka undir þetta sjónarmið, að ábyrgðin sé þolandans. Allt of margir smætta ofbeldið og kalla það saklaust. Þannig aftur, takk Óttar. Takk fyrir tækifærið sem við fáum núna til þess að fræða fólk um hvað stafrænt kynferðisofbeldi er og hversu alvarlegt það er,“ skrifaði Júlía meðal annars.Hefndarklám villandi hugtak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari skrifuðu grein um slíkt ofbeldi sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, í febrúar á síðasta ári.Í greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. „Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu þegar greinin kom út. Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Tilraun til nauðgunar að hóta að dreifa nektarmyndum Þann 15. desember síðastliðinn var Anton Yngvi Sigmundsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið.Ekki skortur á pólitískum vilja Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum árið 2014. Þar var lagt til að hefndarklám yrði bannað með lögum. Þá stendur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að lagt verði til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta,” segir Þorbjörg.Stafrænt kynferðisofbeldi gríðarstórt vandamál Rannsókn Hildar Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum við Háskóla Íslands, leiddi í ljós að stafrænt kynferðisofbeldi er orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Hildur skoðaði tíu síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ sagði Hildur í viðtali við fréttastofu í mars á síðasta ári.Ógerningur að ná utan um allt Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði.Rætt var við Hildi um rannsóknina í Íslandi í dag í mars árið 2016 og má sjá viðtalið hér fyrir neðan.Sem fyrr segir hafa ummæli Óttars Guðmundssonar geðlæknis í Síðdegisútvarpinu á þriðjudag vakið mikið umtal. Þar sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér og engum öðrum um kennt ef nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu. Geðlæknirinn sagði meðal annars: „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni.“ [...] „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“ [...] „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.”Sjá einnig: Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummæli Óttars er María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur. Hún skrifaði grein undir yfirskrifitinni Staðreyndir og staðleysur sem hefur vakið mikla athygli. María segir að sú nálgun að slíkar myndbirtingar séu konum að kenna eigi rætur að rekja í kynslóðamun og þekkingarleysi. „Varðandi það hvort það sé hægt að kenna konum um þessar myndbirtingar þá held ég að svona nálgun sem byggir á því að fólk ætti ekki að gera neitt í símanum sínum sem þoli ekki forsíður blaðanna sé nokkuð sem á rætur í kynslóðarmun og kannski einhverri hræðslu sem byggir á þekkingar- eða skilningsleysi. Ég hef heyrt þetta svo oft að þetta kemur mér ekkert á óvart lengur,“ segir María. „Stafræna byltingin hefur breytt samskiptum okkar heilmikið, ekki bara hvað varðar læk á fjölskyldumyndir eða aukna möguleika til þess að vinna púðaver með því að deila færslu frá fyrirtæki, heldur líka í einkalífinu. Fólk í nánum samböndum sendir hvort öðru myndir af sér sem eru ætlaðar til einkanota. Ég vann við framköllun ljósmynda þegar ég var yngri og get vottað að þetta er ekki nýtilkomið fyrirbrigði. Unglingar senda hvor öðrum ögrandi myndir í gegnum netið, þó að í þá gömlu góðu daga hefði þeir heldur drukkið sig fulla og farið í sleik á skólaballi. Áhrifin af þessum breytta veruleika eru ekki endanlega komin fram, en það er búið að gefa út nokkrar ágætar bækur sem fjalla um að við þurfum að endurskoða löggjöf og viðmið þegar frammí sækir með hliðsjón af því að nú eru til bleyju- og fyllerísmyndir af framtíðarleiðtogum heimsins á internetinu.“Grundvallar misskilningur „Þá virðist vera grundvallarmisskilningur í gangi hjá Óttari varðandi netið. Þó að eitthvað sé í síma eða öðru tæki og sé sent í annað tæki með einkaskilaboðum þá er það ekki birting á internetinu. Í því felst alger grundvallarmunur sem hefur verið staðfestur í dómaframkvæmd varðandi annars konar mál. Ég held að þetta sé líka til umhugsunar varðandi fræðslu, því að við einblínum alltaf á unga fólkið og að þau þurfi fræðslu um tæknina og internetið. Mér sýnist þessi umræða hafa sýnt að það eru fleiri aldurshópar sem þurfa fræðslu,“ segir María. Hún segir jafnframt að sú afstaða að slíkar myndbirtingar séu á einhvern hátt þolendum að kenna rími illa við löggjöfina. „Varðandi að þetta sé konum að kenna, þá rímar sú afstaða illa við löggjöfina þar sem að það er heimildarlaus dreifing sem er lögbrot. Það er ekki lögbrot að taka af sér nektarmyndir eða hvernig sem er myndir. Það er hluti af tjáningarfrelsinu. Fólk hefur tekið, eða látið taka af sér, allskonar myndir til þess að deila með elskhugum sínum í jafnri þróun með tækniframförum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að þannig myndir hafi verið sýndar óviðkomandi og til frægur dómur frá Bandaríkjunum varðandi Hustler blaðið frá níunda áratugnum um dreifingu kynferðislegra mynda án heimilidar. Hann leiddi til þess að Hustler breytti útgáfu sinni varðandi svona myndir. Það sem hefur hinsvegar gerst með internetinu, sem hefur ekki gerst með öðrum tæknibyltingum, er að hver sem er getur gert hvað sem er aðgengilegt hverjum sem er hvenær sem er. Umfang dreifingarinnar, hraðinn og útbreiðslan er á svo allt öðrum skala að tjónið fyrir einstaklingana á myndunum getur orðið svo rosalega mikið,“ segir María. „Það hafa komið upp mjög alvarleg um umfangsmikil mál í Bandaríkjunum og Evrópu sérstaklega sem hafa leitt til mikilla breytinga á síðustu árum. Þetta gildir um löggjöf í ríkjum en líka um einkaaðilana. Gott dæmi um þetta er google sem uppfærði skilmálana sína þannig 2015 að þolendur hrellikláms/stafræns kynferðisofbeldis geta farið fram á að google taki út leitarniðurstöður hjá sér sem beina á svona efni af þeim. Í Bandaríkjunum eru samtök sem aðstoða fólk við þetta gegn gjaldi, sem er síðan sett inn í miskabótakröfur gagnvart gerendunum fyrir dómstólum ef málin fara þangað.“ Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00 Júlía fordæmir þá sem leita uppi kynlífsmyndbandið Júlía Birgisdóttir taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en koma fram með það að kynlífsmyndbandi með henni hafi farið á netið. 16. desember 2015 13:57 Barátta Emmu gegn hefndarklámi Danska baráttukonan Emma Holten segir eflingu lögreglunnar lykilatriði í baráttunni gegn hefndarklámi. Lögreglan þurfi að nota þau úrræði sem hún hefur. Hún fær enn grófar hótanir sex árum eftir að myndum af henni var dreift. 15. október 2016 07:00 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að dreifa kynferðislegum myndböndum af barnsmóður sinni á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. RÚV greindi frá málinu á þriðjudagskvöld en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Málið vakti töluverða athygli í ársbyrjun 2015 þegar brotaþoli í málinu steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kjölfar þess að nálgunarbann á hendur manninum var fellt úr gildi í Hæstarétti. Maðurinn er sakaður um að hafa sent myndböndin og nektarmyndir til vinnufélaga konunnar. Var það mat Hæstaréttar að nálgunarbann kæmi ekki sjálfkrafa í veg fyrir að maðurinn sendi nektarmyndir á þriðja aðila. Konan kærði manninn sömuleiðis fyrir líkamsárás en dómnum þótti of langt liðið frá henni til að hún réttlætti nálgunarbann. Konan, Juliane Ferguson, sagði í janúar fyrir tveimur árum að hún óttaðist skilaboðin sem Hæstiréttur væri að senda til annarra kvenna í sömu stöðu með því að fella úr gildi nálgunarbannið. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ sagði hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“Frétt Stöðvar 2 frá því í janúar 2015 má sjá hér að neðan.Birti nektarmyndir á Facebook Slík dreifing kynferðislegs efnis í óþökk þess sem á því birtist hefur verið kallað hefndarklám, hrelliklám eða stafrænt kynferðisofbeldi. Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í slíkum málum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Í mars árið 2015 var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Var maðurinn ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot samkvæmt 209. grein almennra hegningarlaga um kynferðisbrot og hins vegar fyrir ærumeiðingu samkvæmt 233.grein b um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs fyrrverandi maka. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár.Í júní síðastliðnum dæmdi Héraðsdómur Reykjaness karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dreift nektarmynd af fjórtán ára gamalli stúlku og fyrir að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana á Skype og falast eftir því að hitta hana í kynferðislegum tilgangi. Brotin áttu sér stað árið 2014 en maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann var ekki með verjanda en fram kom í máli hans að hann iðraðist mjög gjörða sinna og féllst hann á að greiða einkaréttarkröfu í málinu að fullu sem hljóðaði upp á eina milljón króna.Mál Júlíu Birgisdóttur vakti mikla athygli.SkjáskotÍ september síðastliðnum var Erlendur Eysteinsson dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni, meðal annars fyrir að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum til óviðkomandi aðila. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Júlía Birgisdóttir sagði frá sinni reynslu af stafrænu kynferðisofbeldi þann 15. desember 2015. Hún varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún kærði málið til lögreglu og höfðaði einkarefsimál gegn manninum, þar sem hún treysti því ekki að lögregla gæfi út ákæru í málinu. Þann 21. desember 2015 var máli Júlíu vísað frá í héraðsdómi á grundvalli banns við tvöfaldri málsmeðferð. Júlía skrifaði færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hún lýsti reynslu sinni og þakkaði meðal annars Óttari Guðmundssyni geðlækni fyrir að vekja athygli á málaflokkinum. Ummæli Óttars í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 á þriðjudag hafa vakið mikið umtal. Þar sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér og engum öðrum um kennt ef nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu. „Hins vegar eigum við langt í land því of margir taka undir þetta sjónarmið, að ábyrgðin sé þolandans. Allt of margir smætta ofbeldið og kalla það saklaust. Þannig aftur, takk Óttar. Takk fyrir tækifærið sem við fáum núna til þess að fræða fólk um hvað stafrænt kynferðisofbeldi er og hversu alvarlegt það er,“ skrifaði Júlía meðal annars.Hefndarklám villandi hugtak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari skrifuðu grein um slíkt ofbeldi sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, í febrúar á síðasta ári.Í greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. „Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu þegar greinin kom út. Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Tilraun til nauðgunar að hóta að dreifa nektarmyndum Þann 15. desember síðastliðinn var Anton Yngvi Sigmundsson dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið.Ekki skortur á pólitískum vilja Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum árið 2014. Þar var lagt til að hefndarklám yrði bannað með lögum. Þá stendur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að lagt verði til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta,” segir Þorbjörg.Stafrænt kynferðisofbeldi gríðarstórt vandamál Rannsókn Hildar Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum við Háskóla Íslands, leiddi í ljós að stafrænt kynferðisofbeldi er orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Hildur skoðaði tíu síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ sagði Hildur í viðtali við fréttastofu í mars á síðasta ári.Ógerningur að ná utan um allt Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði.Rætt var við Hildi um rannsóknina í Íslandi í dag í mars árið 2016 og má sjá viðtalið hér fyrir neðan.Sem fyrr segir hafa ummæli Óttars Guðmundssonar geðlæknis í Síðdegisútvarpinu á þriðjudag vakið mikið umtal. Þar sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér og engum öðrum um kennt ef nektarmyndir sem þær sjálfar hafa sent til annars aðila fara í dreifingu á netinu. Geðlæknirinn sagði meðal annars: „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni.“ [...] „Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“ [...] „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.”Sjá einnig: Forsvarsmenn Druslugöngunnar um ummæli Óttars: „Með ólíkindum að fagaðili vogi sér að tala með þessum hætti í fjölmiðlum“ Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummæli Óttars er María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur. Hún skrifaði grein undir yfirskrifitinni Staðreyndir og staðleysur sem hefur vakið mikla athygli. María segir að sú nálgun að slíkar myndbirtingar séu konum að kenna eigi rætur að rekja í kynslóðamun og þekkingarleysi. „Varðandi það hvort það sé hægt að kenna konum um þessar myndbirtingar þá held ég að svona nálgun sem byggir á því að fólk ætti ekki að gera neitt í símanum sínum sem þoli ekki forsíður blaðanna sé nokkuð sem á rætur í kynslóðarmun og kannski einhverri hræðslu sem byggir á þekkingar- eða skilningsleysi. Ég hef heyrt þetta svo oft að þetta kemur mér ekkert á óvart lengur,“ segir María. „Stafræna byltingin hefur breytt samskiptum okkar heilmikið, ekki bara hvað varðar læk á fjölskyldumyndir eða aukna möguleika til þess að vinna púðaver með því að deila færslu frá fyrirtæki, heldur líka í einkalífinu. Fólk í nánum samböndum sendir hvort öðru myndir af sér sem eru ætlaðar til einkanota. Ég vann við framköllun ljósmynda þegar ég var yngri og get vottað að þetta er ekki nýtilkomið fyrirbrigði. Unglingar senda hvor öðrum ögrandi myndir í gegnum netið, þó að í þá gömlu góðu daga hefði þeir heldur drukkið sig fulla og farið í sleik á skólaballi. Áhrifin af þessum breytta veruleika eru ekki endanlega komin fram, en það er búið að gefa út nokkrar ágætar bækur sem fjalla um að við þurfum að endurskoða löggjöf og viðmið þegar frammí sækir með hliðsjón af því að nú eru til bleyju- og fyllerísmyndir af framtíðarleiðtogum heimsins á internetinu.“Grundvallar misskilningur „Þá virðist vera grundvallarmisskilningur í gangi hjá Óttari varðandi netið. Þó að eitthvað sé í síma eða öðru tæki og sé sent í annað tæki með einkaskilaboðum þá er það ekki birting á internetinu. Í því felst alger grundvallarmunur sem hefur verið staðfestur í dómaframkvæmd varðandi annars konar mál. Ég held að þetta sé líka til umhugsunar varðandi fræðslu, því að við einblínum alltaf á unga fólkið og að þau þurfi fræðslu um tæknina og internetið. Mér sýnist þessi umræða hafa sýnt að það eru fleiri aldurshópar sem þurfa fræðslu,“ segir María. Hún segir jafnframt að sú afstaða að slíkar myndbirtingar séu á einhvern hátt þolendum að kenna rími illa við löggjöfina. „Varðandi að þetta sé konum að kenna, þá rímar sú afstaða illa við löggjöfina þar sem að það er heimildarlaus dreifing sem er lögbrot. Það er ekki lögbrot að taka af sér nektarmyndir eða hvernig sem er myndir. Það er hluti af tjáningarfrelsinu. Fólk hefur tekið, eða látið taka af sér, allskonar myndir til þess að deila með elskhugum sínum í jafnri þróun með tækniframförum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að þannig myndir hafi verið sýndar óviðkomandi og til frægur dómur frá Bandaríkjunum varðandi Hustler blaðið frá níunda áratugnum um dreifingu kynferðislegra mynda án heimilidar. Hann leiddi til þess að Hustler breytti útgáfu sinni varðandi svona myndir. Það sem hefur hinsvegar gerst með internetinu, sem hefur ekki gerst með öðrum tæknibyltingum, er að hver sem er getur gert hvað sem er aðgengilegt hverjum sem er hvenær sem er. Umfang dreifingarinnar, hraðinn og útbreiðslan er á svo allt öðrum skala að tjónið fyrir einstaklingana á myndunum getur orðið svo rosalega mikið,“ segir María. „Það hafa komið upp mjög alvarleg um umfangsmikil mál í Bandaríkjunum og Evrópu sérstaklega sem hafa leitt til mikilla breytinga á síðustu árum. Þetta gildir um löggjöf í ríkjum en líka um einkaaðilana. Gott dæmi um þetta er google sem uppfærði skilmálana sína þannig 2015 að þolendur hrellikláms/stafræns kynferðisofbeldis geta farið fram á að google taki út leitarniðurstöður hjá sér sem beina á svona efni af þeim. Í Bandaríkjunum eru samtök sem aðstoða fólk við þetta gegn gjaldi, sem er síðan sett inn í miskabótakröfur gagnvart gerendunum fyrir dómstólum ef málin fara þangað.“
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00 Júlía fordæmir þá sem leita uppi kynlífsmyndbandið Júlía Birgisdóttir taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en koma fram með það að kynlífsmyndbandi með henni hafi farið á netið. 16. desember 2015 13:57 Barátta Emmu gegn hefndarklámi Danska baráttukonan Emma Holten segir eflingu lögreglunnar lykilatriði í baráttunni gegn hefndarklámi. Lögreglan þurfi að nota þau úrræði sem hún hefur. Hún fær enn grófar hótanir sex árum eftir að myndum af henni var dreift. 15. október 2016 07:00 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Maður sem Júlía Birgisdóttir var í sambandi með tók upp kynlíf þeirra án hennar vitundar og setti á netið. Hún vill ekki nota hugtakið hefndarklám. 15. desember 2015 21:00
Júlía fordæmir þá sem leita uppi kynlífsmyndbandið Júlía Birgisdóttir taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en koma fram með það að kynlífsmyndbandi með henni hafi farið á netið. 16. desember 2015 13:57
Barátta Emmu gegn hefndarklámi Danska baráttukonan Emma Holten segir eflingu lögreglunnar lykilatriði í baráttunni gegn hefndarklámi. Lögreglan þurfi að nota þau úrræði sem hún hefur. Hún fær enn grófar hótanir sex árum eftir að myndum af henni var dreift. 15. október 2016 07:00
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Hefndarklám notað til að kúga Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. 14. september 2015 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00