Innlent

Krani fór á hliðina á Keflavíkurflugvelli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð til eftir að kraninn féll á hliðina. Ekki er vitað hvort tjón hafi hlotist af, en Guðni segir þó ljóst að kraninn sjálfur sé eitthvað skemmdur.
Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð til eftir að kraninn féll á hliðina. Ekki er vitað hvort tjón hafi hlotist af, en Guðni segir þó ljóst að kraninn sjálfur sé eitthvað skemmdur. vísir/sindri
Krani fór á hliðina á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort eitthvert tjón hafi hlotist af, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA.

„Kraninn lokar núna ákveðinni akstursleið fyrir rútur en það verið að vinna að því að fjarlægja hann. Bæði lögregla og vinnueftirlitið eru á staðnum til þess að tryggja öryggi og fara yfir hvað gerðist,“ segir Guðni í samtali við Vísi.

Aðspurður segir Guðni of snemmt að segja til um hvað hafi gerst, en um var að ræða krana á vegum verktaka sem vinnur að stækkun flugvallarins. Hann segir að ekki sé búist við að tafir verði á flugi vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×