Innlent

Loðnuveiðum Norðmanna í íslenskri lögsögu er lokið

atli ísleifsson skrifar
Norskur loðnubátur og varðskipið Týr.
Norskur loðnubátur og varðskipið Týr. Landhelgisgæslan/Jón Páll Ásgeirsson
Loðnuveiðum Norðmanna í íslensku lögsögunni þetta veiðitímabilið er lokið.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en eftirlitsstöð norsku fiskistofunnar (Fiskeridirektoratet) í Björgvin greindi frá þessu fyrr í dag. 

„Norðmenn höfðu frest til miðnættis í kvöld til að veiða loðnukvóta sinn, ríflega 59 þúsund tonn. Samkvæmt útreikningum Landhelgisgæslunnar eru ekki nema um 500 tonn enn óveidd af þeim kvóta. Norsku skipin eru því ýmist á heimleið eða farin til kolmunnaveiða við Færeyjar.

Færeyingar og Grænlendingar mega veiða loðnu í íslensku lögsögunni út aprílmánuð. Færeysku skipin hafa veitt um 6.400 tonn en þau grænlensku tæplega tvö þúsund ton,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×