Erlent

Tilkynning NASA í beinni: Hvað er að frétta úr stjörnuþokunni?

Samúel Karl Ólason skrifar
Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum.
Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. NASA
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi.

Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni.

Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetumFjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt.

Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar.

Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst.

Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita.

Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas ZurbuchenMichaël Gillon, Sean CareyNikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld.

Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×