Erlent

Moreno og Lassos þurfa að mætast í síðari umferð forsetakosninga

atli ísleifsson skrifar
Lenin Moreno er lamaður fyrir neðan mitti eftir að hafa orið fyrir skotárás 1998.
Lenin Moreno er lamaður fyrir neðan mitti eftir að hafa orið fyrir skotárás 1998. Vísir/AFP
Nú liggur endanlega fyrir að þörf er á annarri umferð í forsetakosningunum í Ekvador. Landskjörstjórn hefur nú staðfest að vinstrimanninum Lenín Moreno hafi ekki tekist að ná þeim 40 prósentum atkvæða í fyrri umferðinni sem hefði dugað til að forðast síðari umferð kosninganna.

Þegar búið er að reikna 95,3 prósent atkvæða hafði Moreno fengið 39,2 prósent, en Íhaldsmaðurinn Guillermo Lassos 28,3 prósent.

Þeir Moreno og Lassos munu mætast í síðari umferð kosninganna í apríl. Sigurvegarinn mun taka við embættinu af Rafael Correa, en hinn 63 ára Moreno er náinn bandamaður Correa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×