Erlent

Sýrlenskur táningur fyrir rétti vegna hryðjuverka

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónn stendur vörð í Þýskalandi.
Lögregluþjónn stendur vörð í Þýskalandi. Vísir/Getty
Sextán ára sýrlenskur flóttamaður var í dag leiddur fyrir dómara í Þýskalandi, en hann er sakaður um að hafa skipulagt hryðjuverk. Hann var handtekin í miðstöð flóttafólks í Cologne í spetember en árásina mun hann hafa ætlað að fremja í nafni Íslamska ríkisins.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni fann lögregla síma drengsins og fundust skilaboð á milli hans og ISIS-liða. Þar hafði drengurinn sagst tilbúinn til að fremja árás. Einnig fundust leiðbeiningar til að smíða sprengju í símanum og á verustað hans fundust efni til sprengjuframleiðslu.

Þar sem drengurinn er undir lögaldri fara réttarhöldin fram fyrir lokuðum dyrum. Samkvæmt lögum gæti hann verið dæmdur í allt að fimm ára fangelsisvistar í unglingafangelsi.

Aðrir íbúar og starfsmenn í flóttamannamiðstöðinni og forsvarsmenn mosku í Cologne bentu lögreglunni á drenginn og að hann hygðist mögulega á að fremja hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×