Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 15:22 Frá Malmö. Vísir/Getty Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“ Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“
Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15