Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 12:41 Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber frá nóvember árið 2015 til desember árið 2016 skrifaði bloggfærslu í gær þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber. Fowler segir að yfirmaður hennar hafi áreitt hana kynferðislega eftir að hún hafi starfað hjá fyrirtækinu í aðeins nokkrar vikur. Hún kvartaði undan manninum en var sagt að þeim þætti ekki viðeigandi að gera neitt nema að gefa manninum formlega viðvörun. Fowler var sagt að hún gæti fundið sér nýtt teymi til að vinna við innan fyrirtækisins, eða hún gæti haldið áfram að vinna með manninum sem áreitti hana. Fowler skipti um teymi og hitti þar konu sem hafði sömu sögu að segja af manninum. Þær kvörtuðu i´sameiningu en var sagt að engar eldri kvartanir væru skráðar hjá fyrirtækinu. Fowler segir einnig að hún hafi verið hindruð í því að ná áfram í starfi. Til að mynda hafi henni verið meinað að skipta um teymi þrátt fyrir nær fullkomin afköst. Seinna var henni tilkynnt að hún gæti ekki átt von á stöðuhækkun innan fyrirtækisins. Fowler segist hafa kvartað í hvert skipti sem hún sá merki um kynjamismunun hjá fyrirtækinu. Til að mynda, þegar leðurjakkar voru pantaðir fyrir starfsmenn, var eingöngu lögð inn pöntun fyrir karlmenn sem störfuðu þar. Þegar Fowler spurði hvers vegna kvenstarfsmenn gætu ekki fengið jakka var henni tjáð að það væru ekki nægilega markar konur í vinnu hjá fyrirtækinu til að réttlæta pöntun af jökkum í kvensniði. Þá var henni einnig tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ vegna kvartana sinna.Í yfirlýsingu í gær sagði Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber, að framkoman sem Fowler segist hafa mætt væri andstyggileg og færi gegn öllu sem Uber standi fyrir og trúi á. Hann sagðist ekki hafa vitað af kvörtunum Fowler og að hann hefði fyrirskipað mannauðsstjóra fyrirtækisins að rannsaka ásakanir hennar. „Við viljum gera Uber að réttlátum vinnustað og það er engin þolinmæði fyrir slíkri hegðun hjá Uber. Allir sem haga sér svona eða finnst svona hegðun vera réttlætanleg verða reknir,“ sagði Kalanick. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber frá nóvember árið 2015 til desember árið 2016 skrifaði bloggfærslu í gær þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber. Fowler segir að yfirmaður hennar hafi áreitt hana kynferðislega eftir að hún hafi starfað hjá fyrirtækinu í aðeins nokkrar vikur. Hún kvartaði undan manninum en var sagt að þeim þætti ekki viðeigandi að gera neitt nema að gefa manninum formlega viðvörun. Fowler var sagt að hún gæti fundið sér nýtt teymi til að vinna við innan fyrirtækisins, eða hún gæti haldið áfram að vinna með manninum sem áreitti hana. Fowler skipti um teymi og hitti þar konu sem hafði sömu sögu að segja af manninum. Þær kvörtuðu i´sameiningu en var sagt að engar eldri kvartanir væru skráðar hjá fyrirtækinu. Fowler segir einnig að hún hafi verið hindruð í því að ná áfram í starfi. Til að mynda hafi henni verið meinað að skipta um teymi þrátt fyrir nær fullkomin afköst. Seinna var henni tilkynnt að hún gæti ekki átt von á stöðuhækkun innan fyrirtækisins. Fowler segist hafa kvartað í hvert skipti sem hún sá merki um kynjamismunun hjá fyrirtækinu. Til að mynda, þegar leðurjakkar voru pantaðir fyrir starfsmenn, var eingöngu lögð inn pöntun fyrir karlmenn sem störfuðu þar. Þegar Fowler spurði hvers vegna kvenstarfsmenn gætu ekki fengið jakka var henni tjáð að það væru ekki nægilega markar konur í vinnu hjá fyrirtækinu til að réttlæta pöntun af jökkum í kvensniði. Þá var henni einnig tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ vegna kvartana sinna.Í yfirlýsingu í gær sagði Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber, að framkoman sem Fowler segist hafa mætt væri andstyggileg og færi gegn öllu sem Uber standi fyrir og trúi á. Hann sagðist ekki hafa vitað af kvörtunum Fowler og að hann hefði fyrirskipað mannauðsstjóra fyrirtækisins að rannsaka ásakanir hennar. „Við viljum gera Uber að réttlátum vinnustað og það er engin þolinmæði fyrir slíkri hegðun hjá Uber. Allir sem haga sér svona eða finnst svona hegðun vera réttlætanleg verða reknir,“ sagði Kalanick.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf