Innlent

Varað við stormi á morgun

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar

Útlit er fyrir ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil, en þar gengur í storm fyrir hádegi með slyddu en síðar rigningu.
Útlit er fyrir ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil, en þar gengur í storm fyrir hádegi með slyddu en síðar rigningu. Vísir/GVA
Veðurstofan varar við austan stormi við suður- og suðausturströndina á morgun. Gert er ráð fyrir að það taki að lægja á laugardag en búast má við áframhaldandi rigningarveðri, einkum sunnanlands.

Útlit er fyrir ört vaxandi austanátt á landinu á morgun, fyrst sunnantil, en þar gengur í storm fyrir hádegi með slyddu en síðar rigningu. Um miðjan dag verður hvasst víða á landinu og rigning í flestum landshlutum.

Síðan lægir smám saman á laugardag en rignir áfram, eiknum sunnanlands. Það snýst svo aftur í skammvinna norðanátt á sunnudag, en áfram er útlit fyrir lægðagang eftir helgi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næstu daga:

Á laugardag:

Suðlæg átt 8-13 m/s. Dálítil slydda eða rigning norðantil fyrripart dags, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 6 stig. Gengur í austan 10-15 með rigningu syðst um kvöldið, en léttir til fyrir norðan og kólnar þar.

Á sunnudag:

Suðlægari áttir 8-15 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Á mánudag:

Ákveðin sunnanátt með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum og hiti 0 til 5 stig. Suðvestan hvassviðri og éljagangur síðdegis og kólnar, en rofar til norðaustanlands.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt og él, en þurrt og bjart að mestu austanlands. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við sjóinn að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×