„Hann hverfur ofan í jörðina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 19:27 Þorri Sebastian, Álfheiður amma hans og Björgvin Gunnar faðir hans. Vísir/Vésteinn Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum. Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira