Verjandi Barkar: „Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2017 16:30 Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar. Visir/Pjetur „Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
„Skjólstæðingar mínir báðir tveir fagna þessari niðurstöðu. Nú er þessari fimm ára þrautagöngu lokið,“ segir Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar Birgissonar, eftir að Hæstiréttur sýknaði Börk og Annþór Kristján Karlsson af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því á síðasta ári þar sem það mikill vafi lék á sekt Annþórs Kristjáns og Barkar að héraðsdómur taldi ekki annað hægt en að sýkna þá af ákæru um að hafa valdið áverkum sem leiddu til dauða Sigurðar Hólm. „Þetta er búið að vera löng þrautarganga, fimm ár. Þetta er að mínu viti bara réttlát niðurstaða eins og málið allt liggur,“ segir Sveinn en viðamikil rannsókn lögreglu á því hvað leiddi til dauða Sigurðar Hólm tók um eitt ár. Lögregla gerði meðal annars nákvæma eftirmynd af klefa Sigurðar Hólm á Litla-Hrauni og framkvæmdi tilraunir til að komast að niðurstöðu um hvort Sigurður Hólm Sigurðsson hefði getað dottið á eitthvað inni í fangaklefanum sínum á Litla-Hrauni. Sveinn segir að niðurstaða Hæstaréttar sé eðlileg, mikill vafi hafi leikið á því hver hafi verið hvar hvenær þann örlagarík dag, 17.maí 2012. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að ekki væri hægt að útiloka að einhver annar en Annþór eða Börkur hefðu geta veitt Sigurði þá áverka sem leiddu til dauða hans auk þess sem að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Vísir/GVA Tveir dómarar skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóms Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði við málflutning málsins fyrir Hæstarétti fyrr á árinu að vafi héraðdóms væri fráleitur. Ítarlega hefði verið skoðað hvort fall í klefanum hefði getað orsakað áverka. Helgi segir þó að dómur Hæstaréttar hafi þó ekki endilega komið sér á óvart. „Þetta er niðurstaðan og hún er fengin eftir vandaða meðferð fyrir dómi og það er kannski ekkert meira um það að segja,“ segir Helgi en bendir á að sérálit tveggja hæstaréttardómara falli betur að ályktunum ákæruvaldsins í málinu. Hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason skiluðu séráliti og töldu að ómerkja ætti dóm héraðsdóm svo munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á ný. Töldu þeir að myndbandsupptaka bregði upp annarri mynd af samskiptum Annþórs og Barkar við Sigurð Hólm en þeir lýstu fyrir dómi. Þar sögðu þeir að þeir hafi viljað Sigurði vel en telja dómararnir að myndbandið sýni að þeir hafi átt eitthvað sökótt við hann. Telja þeir að dómendum í héraðsdómi hafi borið að leggja mat á trúverðugleika framburðar Annþórs og Barkar. Segja þeir einnig að óútskýrt sé hvernig héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað þá áverka sem urðu Sigurði Hólm að bana. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54 Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00 Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Heldur kröfu um tólf ára fangelsi til streitu í máli Annþórs og Barkar Málið er til meðferðar í Hæstarétti í dag. 1. mars 2017 10:54
Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. 9. mars 2017 15:00
Saksóknari segir vafa héraðsdóms vera fráleitan Saksóknari segir vafa héraðsdóms um sekt tveggja fanga sem ákærðir eru fyrir að hafa veitt öðrum fanga áverka sem leiddu til dauða hans vera fráleitan. 1. mars 2017 19:00