Sturlaðar staðreyndir um sigur Barcelona í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2017 11:30 Barcelona-menn fagna. Vísir/Getty Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Barcelona er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að eitt besta lið heims fari áfram en hvernig Börsungar fóru að því verður hér eftir hluti af knattspyrnusögunni. Barcelona þurfti að vinna upp 4-0 tap fyrir Paris Saint Germain í fyrri leiknum og tókst það eftir ótrúlegan 6-1 sigur á Nou Camp í gærkvöldi þar sem þrjú markanna komu í blálokin. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og undir lokins var pressan ótrúleg. Leikmenn Parísarliðsins hrökkluðust hreinlega undan sóknarpressu Barcelona og Börsungum tókst hið ómögulega dyggilega studdir af blóðheitum stuðningsmönnum sínum. Twitter-síða Squawka Football er dugleg að birta allskonar tölulegar staðreyndir um alþjóðlega fótoboltann og starfsmenn síðunnar hafa verið í yfirvinnu eftir sigur Barcelona í gærkvöldi. Þar á meðal eru nokkrar sturlaðar staðreyndir. Önnur þeirra snýr að þriggja manna varnarlínu Barcelona-liðsins sem er vissulega vön því að spila framarlega á vellinum en þó sjaldan eins framarlega og í gær. Varnarlínan var skipuð þeim Gerard Piqué, Samuel Umtiti og Javier Mascherano og þessir þrír voru meira inn á vallarhelmingi Paris Saint Germain en inn á sínum eigin vallarhelmingi í leiknum í gær. Hitakortið hjá þeim er líkara framherjum heldur en varnarmönnum. Squawka tekur einnig saman magnaða tölfræði eftir 85. mínútu leiksins. Barcelona náði þá sex skotum, skoraði þrjú mörk og leikmenn Parísarliðsins náðu aðeins fjórum heppnuðum sendingum. Það sem gerir þessar fjórar sendingar enn ótrúlegri að þrjár þeirra voru upphafsspyrna eftir að Barcelona-liðið hafði skorað. Hér fyrir neðan má sjá þessar sturluðu staðreyndir um leikinn í gær en þessi sögulegu úrslit kalla svo sannarlega á öðruvísi tölfræði.HEATMAP: Barcelona's back-three spent more time in PSG's half their own tonight. In Barcelona's half (49%)In PSG's half (51%) pic.twitter.com/hd4mf9S0oW— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 After the 85th minute:Barcelona had 6 shots.Barcelona scored 3 goals.PSG completed 4 passes, 3 from kick off situations.Wow. pic.twitter.com/UN9f0Co2V8— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2017 PSG passes after the 85th minute mark:To Barcelona players (4)To PSG players (4)Out of touch (2) pic.twitter.com/S7iXo1rOM3— Squawka Football (@Squawka) March 9, 2017
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira