Erlent

Konur um heim allan krefjast breytinga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jafnréttis var krafist á Spáni í dag.
Jafnréttis var krafist á Spáni í dag. vísir/afp
Konur víða um heim söfnuðust saman í dag og tóku þátt í mótmælagöngum í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna. Fyrst og fremst var jafnréttis krafist en þá var jafnframt kallað eftir stefnubreytingum stjórnvalda.

Írskar konur klæddust svörtu í dag til þess að mótmæla fóstureyðingarlöggjöfinni þar í landi og þá voru haldnar göngur í London og Amsterdam til að sýna samstöðu með Írum.

Konur í Póllandi kröfðust jafnréttis og átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem og breytinga á fóstureyðingarlöggjöf, en í Póllandi og Írlandi eru afar ströng lög við fóstureyðingum.

Bandarískar konur lögðu niður störf í dag og tóku þannig þátt í „Day Without a Woman“ eða Dagur án konu sem hefur það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi kvenfólks í bandarísku atvinnulífi. Þær mótmæltu jafnframt stefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart konum.

Trump sagðist á Twitter-síðu sinni eftir mótmælin bera mikla virðingu fyrir konum, en hann hefur meðal annars verið sakaður um kynjamisrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×