Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Landslag persónuverndar almennra borgara í heiminum hefur tekið stakkaskiptum vegna tækniframfara og málafjöldi á borði Persónuverndar Íslands hefur þrefaldast á síðustu árum.

Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, en  eins og fram hefur komið birtu uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í gær gögn sem sögð eru sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning í gegnum snjallsíma, tölvur og sjónvörp.

Í fréttatímanum ræðum við líka við varaframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem telur að hernaðarlegt mikilvægi Íslands muni aukast á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×