Viðskipti innlent

Fyrr­verandi að­stoðar­maður Sig­mundar Davíðs stofnar al­manna­tengsla­fyrir­tæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þurfti Jóhannes Þór oft að glíma við fjölmiðlamenn. Sú reynsla mun án efa nýtast vel í nýju starfi.
Sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þurfti Jóhannes Þór oft að glíma við fjölmiðlamenn. Sú reynsla mun án efa nýtast vel í nýju starfi.
Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Jóhannesar Þórs.

„Ég er um þessar mundir að henda mér út í djúpu laugina og stofna ráðgjafafyrirtækið Orðspor ásamt góðu fólki. Það mun eins og nafnið gefur til kynna veita ráð um ýmsa hluti, t.d. almannatengsl, fjölmiðlasamskipti, viðburðastjórn og fleira,“ skrifar Jóhannes Þór.

Jóhannes Þór var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fyrst frá árinu 2011 þegar Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknarflokksins. Jóhannes Þór var síðar ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra þegar Sigmundur tók við embættinu árið 2013.

Jóhannes Þór lét svo af störfum sem aðstoðarmaður forsætisráðherra þegar Sigmundur Davíð sagði af sér embætti í apríl á síðasta ári. Hann starfaði þó áfram sem aðstoðarmaður Sigmundur Davíðs þangað til forsætisráðherrann fyrrverandi laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í október á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×