Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. mars 2017 07:00 Malasískur lögreglumaður lokar innganginum að sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. Sendiráðsstarfsmenn mega ekki yfirgefa svæðið. vísir/EPA Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Bandaríkin hafa sent til Suður-Kóreu búnað til að skjóta upp flugskeytum. Einnig hafa þau sent þangað búnað til að koma þar upp öflugum flugskeytavörnum. Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að Norður-Kórea skaut fjórum flugskeytum á loft, sem öll höfnuðu í hafinu skammt frá Japan. Norður-Kóreustjórn er að vonum harla ósátt við þetta en bæði Kína og Rússland hafa einnig mótmælt þessum hernaðarframkvæmdum Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Flugskeytatilraunir Norður-Kóreu hafa sömuleiðis fengið hörð viðbrögð og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman, að kröfu Japans og Bandaríkjanna, og er stefnt á fund í dag.Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði framferði Norður-Kóreu vera afar hættulegt og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Norður-Kóreu að hætta að ögra umheiminum með þessum hætti. Hann sagði flugskeytatilraunirnar vera brot á fjölmörgum ályktunum Öryggisráðsins. Öryggisráðið hefur undanfarin ár sent frá sér þó nokkrar ályktanir þar sem hernaðarbrölt Norður-Kóreu, einkum tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur, er fordæmt og refsiaðgerðir samþykktar. Það hafði meðal annars þau áhrif að í síðasta mánuði skýrði Kínastjórn frá því að öllum innflutningi á kolum frá Norður-Kóreu verði hætt. Þetta segja Kínverjar gert til að uppfylla refsiákvæði í ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í haust. Áhrifin á efnahag Norður-Kóreu verða væntanlega mikil, því allt upp undir 40 prósent af útflutningstekjum landsins hafa komið af kolasölu, og megnið af því hefur farið til Kína. Þessi ákvörðun Kínastjórnar gæti því hæglega orðið upphafið að endalokum margra áratuga einræðisstjórnar í Norður-Kóreu, sem Kim Jong-Un fékk í arf frá föður sínum og afa, þeim Kim Jong-Il og Kim Il-Sung. Morðið á Kim Jong-Nam, hálfbróður núverandi leiðtoga landsins, í Malasíu í síðasta mánuði hefur enn frekar aukið á spennuna milli Norður-Kóreu og umheimsins. Nýjustu vendingar í þeim málum er ákvörðun Norður-Kóreu um að banna malasískum ríkisborgurum að yfirgefa landið, sem Malasíustjórn svaraði svo í sömu mynt með því að banna norðurkóreskum ríkisborgurum að yfirgefa Malasíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira