Erlent

Samþykktu aðra breytingatillögu vegna Brexit

Birgir Olgeirsson skrifar
Tillagan gengur út á að breska þingið muni kjósa um þann samning sem breska ríkið gerir við Evrópusambandið vegna útgöngunnar.
Tillagan gengur út á að breska þingið muni kjósa um þann samning sem breska ríkið gerir við Evrópusambandið vegna útgöngunnar. Vísir/EPA
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag breytingatillögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, eða Brexit eins og það ferli hefur verið kallað. Greidd voru atkvæði um breytingatillöguna, en 366 samþykktu tillöguna á móti 268 sem voru á móti.

Tillagan gengur út á að breska þingið muni kjósa um þann samning sem breska ríkið gerir við Evrópusambandið vegna útgöngunnar.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar hafa lýst yfir vonbrigðum með þessa breytingatillögu og að þeir muni reyna að snúa henni.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem breska þingið samþykkti breytingatillögu á Brexit en í fyrra skiptið var samþykkt breytingatillaga sem sneri að réttindum ríkisborgara landa sem eru innan Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×