Nýherji kannar sölu á meirihluta í Tempo Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 09:00 Tempo er alfarið í eigu Nýherja. Vísir/GVA Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Nýherji gæti gengið frá sölu á meirihluta í Tempo, dótturfélagi upplýsingatæknifyrirtækisins, til erlendra fjárfesta síðar á árinu. Þetta kom fram í ræðu Ívars Kristjánssonar, stjórnarformanns Nýherja, á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. „Til að nýta fyrrgreind tækifæri sem best og auka virði hluthafa Nýherja horfum við til mögulegs samstarfs við erlenda fjárfesta um að styðja við alþjóðlegan vöxt Tempo,“ sagði Ívar. „Við sjáum það fyrir okkur að niðurstaða slíks ferlis geti mögulega falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár Tempo en þó með áframhaldandi aðkomu Nýherja sem eiganda,“ sagði Ívar. Stjórnarformaðurinn sagði vinnu að undirbúningi söluferlisins miða ágætlega, en það er í höndum fjárfestingarbankans AGC Partners í Boston, og að dregið geti til tíðinda á árinu. Ekki væri hægt að segja hvenær söluferli geti hafist. „Hreinskilna svarið við því er að það er enn sem komið er óljóst en mun í öllum aðalatriðum ráðast af því hvernig okkur gengur að kynna félagið í hópi vænlegra samstarfsaðila og hins vegar að mati okkar og AGC hversu tilbúið félagið er til stöðu til dæmis út frá lausnum Tempo og markaðsaðstæðum fyrir þær.“ Tekjur Tempo voru 8,2 milljónir dala árið 2015. Í fyrra jukust þær um 40 prósent og námu því um þrettán milljónum dala. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar verkefnastýringar- og viðskiptahugbúnað (B2B) fyrir JIRA-kerfið frá Atlassian. Viðskiptavinir þess eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum til Fortune 500 fyrirtækja. Nýherji kannaði einnig árið 2015 áhuga fjárfesta á kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að bæði innlendir og erlendir fjárfestar lýstu vilja til að eignast meirihluta í Tempo.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira