Enski boltinn

Zlatan fer í þriggja leikja bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan fer í bann.
Zlatan fer í bann. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir brotið á Tyrone Mings, leikmanni Bournemouth.

Zlatan hefndi sín fyrir fólskubrot Mings með því að gefa honum vænt olnbogaskot. Dómari leiksins missti af atvikinu og var það því skoðað á myndbandsupptöku eftir leik. Aganefnd enska sambandsins tók svo ákvörðun um að henda Svíanum í bann.

Hann missir af bikarleik Manchester United á mánudaginn og leikjum á móti West Brom og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.

Zlatan er markahæsti leikmaður Manchester United á tímabilinu en hann er búinn að skora 26 mörk í öllum keppnum. Hann er búinn að spila nær alla leiki United á leikinni en fær nú hvíld á milli Evrópuleikjanna á móti Rostov.

Bæði atvikin úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×