Erlent

Fimm barna faðir ákærður fyrir tengsl við ISIS í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi hlotið skotþjálfun af liðsmönnum ISIS. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi hlotið skotþjálfun af liðsmönnum ISIS. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
38 ára fimm barna faðir hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa verið í tengslum við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Í frétt Verdens Gang segir að norska öryggislögreglan (PST) hafi fylgst með manninum í lengri tíma, en hann kemur upprunalega frá Sýrlandi.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi hlotið skotþjálfun af liðsmönnum ISIS og að hann hafi í ágúst 2014 tekið eiginkonu sína og fimm börn með sér á svæði þar sem ISIS réð ríkjum.

Maðurinn hefur áður verið sakaður um að hafa farið með fjölskyldu sína til Sýrlands, gegn vilja hennar, og þvingað hana til að dvelja í landinu í mánuð. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru í héraðsdómi, en málið verður nú aftir tekið til meðferðar í dómskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×