Enski boltinn

Verð ekki dæmdur af tveim vikum á 20 ára ferli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sýnir ekki á sér neitt fararsnið þó svo margir stuðningsmenn félagsins vilji losna við hann og að sumir knattspyrnuspekingar segi að hann sé kominn á leiðarenda hjá félaginu.

Fjögur töp í síðustu sex leikjum hafa séð til þess að Arsenal er úr leik í baráttunni í ensku deildinni. Liðið er svo 5-1 undir gegn Bayern í Meistaradeildinni.

Wenger hefur einnig verið gagnrýndur fyrir hvernig hann hefur stýrt málum með Alexis Sanchez sem er sagður vilja fara frá félaginu eftir að hafa verið settur á bekkinn um síðustu helgi.

„Ég lít á stóru myndina. Maður tekur ekki ákvörðun um framtíðina og byggir þá ákvörðun aðeins á einum eða tveimur slæmum leikjum. Ég skoða hvort ég geti lyft liðinu á næsta stig,“ sagði Wenger.

„Maður tekur ekki ákvörðun um framtíðina byggða á gengi tveggja vikna eftir 20 ár í starfi. Mér finnst ég ekki vera fastur út í horni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×