Erlent

Fjarlægðu þúsund smápeninga úr maga skjaldböku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Smáaurarnir vógu fimm kíló. Bank er á batavegi.
Smáaurarnir vógu fimm kíló. Bank er á batavegi. vísir/afp
Fjarlægja þurfti tæplega eitt þúsund smápeninga úr maga sæskjaldbökunnar Bank á dögunum. Peningarnir vógu fimm kíló og var Bank komin í bráða lífshættu þegar dýralæknar áttuðu sig á því að ekki var allt með felldu.

Taílendingar hafa lengi trúað því að þeir geti öðlast langlífi með því að fleygja klinki í laugar skjaldbaka, þó það séu fyrst og fremst ferðamenn sem stunda þann sið þar í landi. Þannig hafði ferðafólk árum saman kastað smáaurum í sjávarlaug Banks, sem er í bænum Sri Racha í Taílandi.

Afleiðingarnar urðu þær að kviðskel skjaldbökunnar brotnaði og mikil sýking myndaðist. Taílenskir fjölmiðlar greindu frá málinu og upphófst í kjölfarið söfnun fyrir skurðaðgerðinni. Fimm skurðlæknar framkvæmdu svo aðgerðina og tók hún alls fjórar klukkustundir. Aðgerðin heppnaðist vel og er Bank nú á batavegi.

Sæskjaldbakan getur náð allt að áttatíu ára aldri, en hún er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×