Trump bálreiður og vonsvikinn vegna Sessions málsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:58 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti forseta. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“ Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er bæði vonsvikinn og reiður út í starfslið sitt eftir þá athygli sem mál dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, hefur fengið. Hann er sérstaklega pirraður yfir því að málið hafi eyðilagt þá jákvæðu athygli sem hann fékk eftir stefnurræðu sína á bandaríska þinginu. Upp komst um það á dögunum að Sessions hefði tvisvar fundað með sendiherra Rússlands á meðan að kosningabaráttu Trump stóð sem hæst en málið er litið alvarlegum augum, þar sem Sessions hafði sagt þingnefnd bandaríska þingsins að hann hefði ekki átt í neinum samskiptum við Rússa. Hann varð því að segja sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa á bandarískar stofnanir í aðdraganda kosninganna í nóvember.Sjá einnig: Sessions segir sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunumSamkvæmt heimildum CNN hefur Trump aldrei verið eins æfur út í starfslið sitt, sem hann sakar um að hafa ekki sinnt starfi sínu vegna þeirrar athygli sem mál Sessions hefur fengið. Talið er að hann sé sérstaklega reiður vegna þess að einungis fyrir örfáum dögum upplifði forsetinn í fyrsta skipti jákvæða athygli meirihluta fjölmiðla fyrir ræðu sína á bandaríska þinginu. Talið er að Trump hafi látið starfslið sitt í Hvíta húsinu heyra það á föstudaginn, áður en hann hélt til Flórída, þar sem hann eyðir tíma sínum um helgina. Á laugardagsmorgni notaði Trump svo tækifærið og sakaði Barack Obama um að hafa hlerað sig og telja margir það hafa verið tilraun til að dreifa athyglinni frá máli Sessions. Trump er mikið niðri fyrir um þessar mundir, vegna þess að hann telur að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir tíma sinn í embætti forseta. Hann sé orðinn þreyttur á því að „verða fyrir nýjum áföllum í hverri viku.“
Donald Trump Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30