Fótbolti

Meiðslavandræði landsliðsins aukast enn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi spilaði aðeins í 38 mínútur í leiknum í dag.
Arnór Ingvi spilaði aðeins í 38 mínútur í leiknum í dag. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli þegar Rapid Vín tapaði 0-1 fyrir RB Salzburg á heimavelli í austurrísku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Ingvi spilaði aðeins í 38 mínútur vegna meiðslanna. Ekki er víst hversu alvarleg þau eru eða hvort þau koma í veg fyrir þátttöku hans í leik Íslands og Kósovó í undankeppni HM 2018 24. mars næstkomandi.

Arnór Ingvi er annar landsliðsmaðurinn sem meiðist um helgina. Í gær fór Birkir Bjarnason meiddur af velli í leik Aston Villa og Rotherham United í ensku B-deildinni. Birkir missir væntanlega af leiknum gegn Kósovó.

Valon Berisha skoraði sigurmark Salzburg í leiknum í dag. Hann er landsliðsmaður Kósovó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×