Fótbolti

Fyrsta tap Bandaríkjanna á heimavelli í 23 leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ellen White fagnar sigurmarki sínu.
Ellen White fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Enska kvennalandsliðið í fótbolta vann afar óvæntan sigur á því bandaríska í SheBelieves bikarnum í New Jersey í gær.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði varamaðurinn Ellen White á lokamínútunni. Hún fylgdi þá eftir skoti Lucy Bronze sem fór í slána.

Þetta var aðeins fjórði sigur Englands á Bandaríkjunum frá upphafi og jafnframt fyrsta tap bandaríska liðsins á heimavelli í 23 leikjum.

SheBelieves bikarinn er gríðarlega sterkt mót en auk Englands og Bandaríkjanna taka Þýskaland og Frakkland þátt. Frakkar eru einmitt með Íslendingum í riðli á EM í Hollandi í sumar.

Fjögur af fimm bestu landsliðum heims, samkvæmt styrkleikalista FIFA, taka þátt í SheBelieves bikarnum. Bandaríkin eru í 1. sæti heimslistans, Þýskaland öðru, Frakkland þriðja og England því fimmta.

Ensku stelpurnar töpuðu 1-2 fyrir þeim frönsku í fyrsta leik sínum á mótinu á miðvikudaginn. Í gær gerðu Frakkar svo markalaust jafntefli við Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×