Aníta Hinriksdóttir komst nú rétt í þessu áfram í úrslit í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í Belgrad.
Aníta kom í mark á 2:02,97 mínútum og varð önnur í sínum riðli, á eftir hinni spænsku Esther Guerrero sem hljóp á 2:02,91 mínútum.
Aníta leiddi hlaupið framan af og gaf svo verulega í á þriðja hring. Hún var fyrst allt þar til á síðustu metrunum þegar Guerrero seig fram úr. Stina Troest frá Danmörku kom þriðja í mark á 2:02,98.
Enginn í seinni riðlinum náði betri tíma en Aníta. Raunar voru þrír bestu tímarnir í seinni riðlinum verri en fjórði besti tíminn í riðli Anítu.
Aníta hljóp á besta tíma allra keppenda í undanrásunum er hún kom í mark á 2:02,82 mínútum.
Úrslitahlaupið fer fram klukkan 16:25 á morgun.
Aníta komin í úrslit með næstbesta tímann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
