Enski boltinn

Carragher: Mings átti höggið skilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mings tekur um höfuðið eftir olnbogaskot Zlatans.
Mings tekur um höfuðið eftir olnbogaskot Zlatans. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, segir að Tyrone Mings hafi átti olnbogaskotið sem Zlatan Ibrahimovic gaf honum í 1-1 jafntefli Manchester United og Bournemouth skilið.

Þegar skammt var til hálfleiks í leiknum á Old Trafford í dag traðkaði Mings á höfðinu á Zlatan sem lá á vellinum. Svíinn leitaði strax hefnda og gaf Mings olnbogaskot.

„Það sem Mings gerði var skelfilegt og hann átti höggið skilið,“ sagði Carragher í hálfleiksgreiningu sinni.

„Þetta var algjörlega fáránlegt. Þú hugsar til þess þegar þú varst krakki, þá hefndirðu þín ef einhver traðkaði á höfðinu á þér,“ bætti Carragher við.

Bæði Mings og Zlatan sluppu við refsingu en Andrew Surman, fyrirliði Bournemouth, fékk hins vegar sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að ýta við Zlatan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×